Áletrun á borða

Tvískiptur borði með áletrun fylgir með öllum útfararskreytingum.

Hefðbundinn borði er hvítur, með svörtum stöfum og gylltri rönd meðfram langhliðunum. Hægt er að fá öðruvísi borða eftir ósk.

Venjan er að nafn hins látna sé sett öðru megin og kveðja hinum megin.

Hér eru nokkrar hugmyndir af kveðjum - og svo má bæta fyrir aftan frá hverjum kveðjan sé:

Ástar- og saknaðarkveðjur

Ástarkveðja

Blessuð sé minning þín

Guð blessi minningu þína

Guð blessi þig og varðveiti

Guð gefi þér ljós og frið

Guð geymi þig

Guð veri með þér

Hafðu þökk fyrir allt og allt

Hinsta kveðja

Hinsta kveðja og hjartans þökk

Hinstu kveðjur

Hver minning er dýrmæt perla

Hvíl í friði

Hvíl í Guðs friði

Með virðingu og þakklæti

Kveðja

Kær kveðja

Kærar kveðjur

Lifðu í ljósinu

Ljúf minning lifir

Margs er að minnast, margs er að sakna

Með ástkærri þökk

Með hlýhug og þakklæti

Með kveðju og hjartans þökk

Með kveðju og þakklæti

Með kærri kveðju

Með þökk og virðingu

Minning þín er ljós í lífi okkar

Minning þín lifir

Sofðu rótt

Takk fyrir allt elsku ……………

Við elskum þig

Vinarkveðja

Þín minning lifir

Þökkum þín ljúfu kynni