Leiðbeiningar fyrir pantanir fyrirtækja í vefverslun

1. Þegar búið er að setja vörur í körfuna er valið að fara í ''körfu''.
2. Þar er reitur ''Upplýsingar til verslunar / Texti í kort'' þar sem skal setja upplýsingar sem óskað er eftir að komi fram á reikning (t.d. kostnaðarstöð). Ekki er þörf á að setja nafn og kennitölu fyrirtækis hér, það kemur síðar í ferlinu. Einnig ef óskað er eftir að láta kort fylgja með sendingu skal skrifa textann í það hér. Svo er valinn tími afhendingar og smellt á ''Klára innkaup''.
3. Þá er komið í flipann ''Upplýsingar''. Þar skal setja tölvupóstfang þess sem pantar (vinnupóstfang), afhendingarmáti valinn og svo settar upplýsingar viðtakanda. Ekki er þörf á að setja kennitölu hér en passið að rita gilt póstnúmer því það ákvarðar sendingarkostnað og símanúmer viðtakanda. Ef þú ert með afsláttarkóða er gott að setja hann hér inn líka. Síðan er smellt á ''Halda áfram í sendingarmáta''.
4. Í flipanum ''Sendingarmáti'' ætti sendingarmáti og kostnaður að ákvarðast sjálfkrafa út frá póstnúmeri í fyrra skrefi. Ef upp koma valmöguleikar skal velja þann sem á við. Svo skal smella á ''Halda áfram í greiðslumáta''
5. Í flipanum ''Greiðsla'' skal velja greiðslumáta. Ef óskað er eftir að setja í reikning skal velja ''Millifæra á bankareikning''. Undir ''Greiðandi'' skal svo setja upplýsingar um greiðanda. Í fornafn og eftirnafn skal setja nafn þess einstaklings sem pantar. Í kennitölu skal setja kennitölu félags/fyrirtækis. Ekki skal rita nafn félags, það mun birtast sjálfkrafa á reikning útfrá kennitölunni. Þá er smellt á ''Klára pöntun''.
6. Ef þú valdir að greiða með greiðslukorti verður þú flutt/ur yfir á greiðslusíðu til að klára greiðsluna. Ef þú valdir að millifæra / fá reikning þá munum við senda reikning ef millifærsla hefur ekki borist innan klukkutíma.