Umhverfisstefna
Í starfsemi Reykjavíkurblóma leggjum við áherslu á að lágmarka áhrif á umhverfið.
Þetta gerum við nú þegar með því að:
- Leita stöðugt leiða til að minnka notkun umbúða, orku og vatns við framleiðslu, sölu og dreifingu vara fyrirtækisins.
- Leitast við að nota efni og umbúðir sem eru umhverfisvænar, t.d. pappír í stað sellófans og lífrænir / bréfpokar í stað plasts.
- Forðast sóun við meðhöndlun og notkun hráefna og umbúða.
- Endurnota og endurvinna það sem fellur til í rekstri eins og hægt er.
- Flokka og farga því sem eftir stendur.